Allt frá upphafi hefur Jóhanna geitabóndi staðið í vöruþróun í kringum geiturnar til að finna leið til að búskapurinn gæti staðið undir sér. Eins og sjá má eru afurðir geitanna nýtanlegar á fjölmarga vegu sem að undirstrika hversu hagnýtar skepnur geitur eru. Allar vörur hér að neðan hafa verið þróaðar af Jóhönnu og eru ýmist unnar af henni eða af samstarfsaðilum. Kjöt er að sjálfsögðu verkað í viðurkenndri kjötvinnslu og ostar unnir í mjólkurbúum. Ef þig langar til að kaupa eitthvað af vörunum hafðu þá endilega samband við Geitfjársetur á netfangið: haafell@gmail.com, í síma 845-2331 eða komdu í heimsókn. Allar geitavörurnar eru handunnar og framleiddar í smáu upplagi. Það er því ekki hægt að tryggja að þær séu alltaf til.