Hafa samband


Til að hafa samband getur þú:

Sent tölvupóst á netfangið haafell@gmail.com eða hringt í Jóu í síma 845-2331.

Geitabúið Háafell í Hvítársíðu


Geitabúið á Háafelli er staðsett í Hvítársíðu sem er við rætur Síðufjalls norðan Hvítár frá Síðumúlaveggjum að Kalmanstungu. Háafell er undir Háafellshnappi þar sem Síðufjallið rís hæst. Á Háafelli hefur verið búið öldum saman.

Hjónin Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir og Þorbjörn Oddsson hafa búið á Háafelli í Hvítarsíðu frá árinu 1989. Jóhanna er fædd þar og uppalin. Jóhanna og Þorbjörn voru með hefðbundið blandað bú, kýr og kindur fram til ársins 2000 en þá sneru þau sér alfarið að geitarækt. Jóhanna hefur aðallega unnið við geitabúskapinn og fékk fyrstu geiturnar árið 1989. Þær voru þá eingöngu gæludýr en eftir 1999 hefur hún unnið markvisst að því að rækta upp landnámsgeitastofninn. Þá fékk hún fjórar síðustu kollóttu geiturnar sem eftir voru í landinu. Nauðsynlegt er að rækta saman kollóttar og hyrndar geitur til að fá heilbrigðan og frjósaman stofn með fjölbreyttum litaafbrigðum. Hún vinnur eins og hægt er að því að draga úr skyldleikaræktun með markvissum aðgerðum í samvinnu við dýralækna og erfðafræðinga.
Auk geitaræktar hefur Jóhanna á Háafelli í mörg ár ræktað stóran garð þar sem m.a. er að finna yfir 180 tegundir af rósum ásamt ýmsum öðrum gróðri. Hún tekur einnig þátt í tilraun með ræktun á ávaxtatrjám.

Á Háafelli er unnið að tilraunum varðandi nýtingu geitaafurða, geiturnar eru mjólkaðar og kembdar og svo er kjöt selt af þeim dýrum sem slátrað er á haustin. Ferðafólk og aðrir sem leið eiga um Hvítársíðuna geta komið við á Háafelli og fengið að kynnast geitunum af eigin raun gegn gjaldi. Þar eru einnig til sölu snyrtivörur sem unnar eru m.a. úr rósum og öðrum jurtum úr garðinum. Einnig er hægt að fá krem og sápur sem unnið er úr geitaafurðum og jurtum.

Opnunartími á Háafelli:

1. júní – 31. ágúst: kl. 13-18
Aðra daga, allt árið er opið eftir samkomulagi.

Hafið samband: s: 8452331 eða haafell@gmail.com

Verðskrá:

Fullorðinn: 1500 kr

Börn, 7-17 ára: 750 kr

ATHUGIÐ: Ef tekið er á móti fólki utan opnunartíma er lágmarksverð 5000 kr. Annars gildir venjuleg gjaldskrá.

Börn verða alltaf að vera í umsjá fullorðinna!

Komið í heimsókn


Kort af Háafelli

Við viljum endilega hvetja ykkur til að koma í heimsókn og kynnast því af eigin raun hvað geitur eru skemmtilegar skepnur.
Yfir sumarið er opið alla daga, frá 1. júní – 31. ágúst kl. 13 – 18. Aðra daga, allt árið, er opið eftir samkomulagi. Hafið samband í síma 8452331 eða á haafell@gmail.com.
Heimsókn til geitanna kostar 1500 kr fyrir fullorðna og 750 kr fyrir börn 7 – 17 ára. Börn verða alltaf að vera undir eftirliti fullorðinna. Á Háafelli er líka lítil verslun þar sem seldar eru geitaafurðir og margskonar geitavörur.

Til að komast að Háafelli í Hvítársíðu frá Reykjavík:
Keyra þjóðveg 1 upp að Borgarfjarðarbrú. Áður en þið farið yfir hana skulið þið beygja til hægri upp Borgarfjarðarbraut (veg 50). Keyrið Borgarfjarðarbraut að Þverárhlíðarvegi (vegur 522). Þaðan strax til hægri aftur innHvítársíðu (vegur 523). Háafell stendur fyrir ofan veginn um það bil 8 kílómetrum síðar.

Ef komið að norðan:
Beygt til vinstri hjá söluskálanum Baulu, niður Borgarfjarðarbraut (vegur númer 50) að Þverárhlíðarvegi (númer 522) þar sem beygt er til vinstri og strax til hægri aftur inn Hvítársíðuveg (númer 523) inn Hvítársíðu. Háafell er á vinstri hönd um það bil 8 km síðar.

Frá Húsafelli:
Ekið sem leið liggur niður Hálsasveitarveg (númer 518) og beygt yfir brúna á Hvítá við Stóra-ás og félagsheimilið Brúarás. Beygt til vinstri niður Hvítársíðuveg (númer 523). Háafell er á hægri hönd um það bil 10 km síðar.

Kortið er fengið af Já.is. Smellið á kortið til að sjá betur eða kannið málið á kortavef Já.

Come for a visit


Kort af HáafelliWe would like to inspire you to come for a visit and see for yourselves how wonderful animals the goats are.

We are open:
1. june – 31. august: 13 – 18.
Other time arange a wisit  by contacting us by email haafell@gmail.com or by phone  +354-8452331.

For a guided tour around the farm we charge 1500 isk for adult and 750 isk for kids 7 – 17 y.
On Haafell we have little shop with goat products and goat things. Please note that many goat products are only sometimes available.

How to come to Háafell from Reykjavík.

You take road 1 to the west, drive around 70 km. until you can turn right into road 50. Then drive for about 35 km. and turn right to road 522 and again to right to road 523. Now there is about 8 km. to Háafell.

If you have a GPS navigation system, these are the coordinates for Háafell: 64° 42,842’N, 21° 15,375’W (ISN93: 392.454, 470.039).

 
Loka

Heimsókn

Megum við koma í heimsókn?

Hvað er 2+7= 
Loka

Fóstur

Mig langar að taka geit í fóstur

 hvaða geit sem er
Hvað er 2+7= 
Loka

Versla

Mig langar að kaupa vörur

Hvað er 2+7= 

*Mundu að tiltaka nafn vörunnar, stærð (ef um margar stærðir er að ræða) og fjölda.

Loka

Styrkja

Hafirðu áhuga og tök á að láta smáræði af hendi rakna til búsins eða geitfjárseturs, þá eru þetta bankaupplýsingarnar. Hafðu kæra þökk fyrir! Margt smátt gerir eitt stórt. >> Geitfjársetur: Reikningsnúmer: 701-05-302959 Kennitala:520811-0950 >> Háafell: Reikingsnúmer: 0354-03-7612 Kennitala: 240561-5309 >>