Smá um okkur og heimsóknir :)

Geitfjársetur er á Háafelli í Hvítársíðu, Borgarbyggð.

Á Háafelli hafa verið geitur frá árinu 1989 og er þar nú stærasta geitabú landsins. Á Íslandi er sér geitastofn sem hefur verið einangraður hér frá landnámi. Íslenski geitastofninn er í útrýmingarhættu. Bændur á Háafelli hafa unnið markvisst að því að afla sér fróðleiks um geitur, unnið að ræktun þeirra og nýtingu afurða. Í Geitfjársetri er hægt að kaupa geitaafurðir (flestar árstíðarbundnar) ásamt því að koma í heimsókn og fræðast um geitfjárrækt og leika við geiturnar.

Opnunartími Geitfjárseturs:

 1. júní – 31. ágúst: kl. 13 – 18

Aðra daga, allt árið, er opið eftir samkomulagi.

Hafið samband í síma 8452331 eða haafell@gmail.com

Verðskrá fyrir heimsókn:

Fullorðinn: 1500 kr

Börn, 7-17 ára: 750 kr

Fyrir heimsóknargjaldið færðu að hitta geiturnar og kynnast þeim, snerta og klappa. Auk þess er fræðslu um geiturnar. Við hvetjum gesti okkar til að vera ófeimin við að spyrja okkur um geiturnar. Við viljum gjarnan geta miðlað öllum þeim fróðleik sem við búum yfir og fá hvattningu til að afla okkar frekari upplýsinga. Heimsóknin er ekki bundin neinum tímamörkum, hver heimsókn getur varað eins lengi og hentar hverjum og einum. Oftast er á borðum hjá okkur smakk af einhverjum geitaafurðum eða öðru sem við framleiðum og seljum.

ATHUGIÐ: EF TEKIÐ ER Á MÓTI FÓLKI FYRIR UTAN AUGLÝSTAN OPNUNARTÍMA ER LÁGMARKSGJALD 5000 KR. AÐ ÖÐRU LEITI GILDIR VENJULEGA GJALDSKRÁ.

Vinsamlegast athugið að Háafell er starfandi bóndabær og hér eru dýrin alltaf í fyrsta sæti. Sömu aðilar sjá um móttöku gesta og að sinna reglubundnum bússtörfum. Því byðjum við ykkur að hafa samband áður en þið mætið, ef ætlunin er að koma utan auglýsts opnunartíma, svo hægt sé að raða deginum eftir komu gestanna.  

Börn verða alltaf að vera í umsjá fullorðinna!

Munið að geitur og önnur dýr á bænum eru lifandi og hafa tilfinningar eins og við. Því er mikilvægt að umgangast þau af virðingu, klappa þeim fallega og hlaupa ekki á eftir þeim eða vera með köll og læti. Hundar og reykingar er bannað innan girðinga. Við áskiljum okkur rétt til að biðja fólk að yfirgefa staðinn sé umgengnisreglum og fyrirmælum starfsmanna ekki hlýtt.

Fóstur:
Við bjóðum fóki uppá að fóstra hjá okkur geit. Þú velur geit til að fóstra og við leyfum þér að fylgjast með henni í gegnum tölvupóst/facebook, sendum þér mynd af henni þegar hún ber o.s.frv. Gjaldið fyrir fósturgeit eru 10.000 kr á ári og innifalið í gjaldinu eru tvær heimsóknir, á árinu, að Háafelli með fjölskylduna (m.v. tvo fullorðna + börn). Ekki er alltaf möguleiki að hitta sína eigin geit, því allar geiturnar fá sitt sumarfrí, þar sem þær fá að fara frjálsar uppá fjall. Við kvetjum geitafóstra til að hafa samband á undan sér og láta vita hvaða geit þú ert með í fóstri svo meiri líkur séu á að þú getir hitt ,,þína“ geit.

Hópar:
Stærri hópar sem bóka fyrirfram fá afslátt af heimsóknargjaldinu ef greitt er fyrir allann hópinn í einu lagi.
Við tökum á móti hópum af öllum stærðum og gerðum. Starfsmannaferðir, afmæli, brúðkaup, gæsa/steggja partý, óvissuferð eða annað, prófaðu að hafa samband við okkur og við gætum skipulagt eitthvað skemmtilegt í sameiningu.

 

Við hlökkum til að sjá ykkur :) 

Geitaostur á matarmarkaði Búrsins í Hörpu!

 

Við verðum á matarmarkaði Búrsins í Hörpu um helgina, bæði laugardag og sunnudag frá kl. 11 – 17.

ÞAÐ ER KOMINN OSTUR!

 • Fetaostur: Verð 1800 kr.
  • Sveitafetifeti
   • Kryddaður með svörtum pipar, blóðbergi og birki.
  • Rósafeti
   • Kryddaður með rósalaufum og rósapipar
  • Ilmfeti
   • Kryddaður með hvítlauk og rósmarín
  • Sólarfeti
   • Kryddaður með morgunfrú og steinselju
  • Sælufeti
   • Kryddaður með lavender og piparmintu

 

 • Geitagalti: Verð 1200 kr.
  • Mildur hvítmygluostur

 

Einnig verðum við með heimatilbúin sírópsíróp

 • Birkisíróp
 • Rósasíróp
 • Fjólusíróp
 • Fíflasíróp
 • Rabbarbarasíróp

Og heimatilbúin hlaup

hlaup

 • Jarðarberjahlaup
 • Bláberjahlaup
 • Rósahlaup
 • Stikilsberjahlaup
 • Sólberjahlaup
 • Rifsberjahlaup

Einnig verðum við með krem, sápur og nokkur skinn.

geit

 

Við viljum minna á að það verður opið á Háafelli um helgina kl. 13 – 18, geiturnar taka vel á móti gestum og hér er til fetaostur! Þetta eru síðustu dagarnir sem við erum með fasta opnunartíma, en eftir 31. ágúst er öruggara að hringja á undan sér eða senda tölvupóst og sjá hvort við verðum ekki örugglega heima.

 

Það er nóg að gera þessa helgina, því á laugardaginn verðum við með geitur, smádýr og fetaost á Kaupfélagshátíð í Borgarnesi.

 

Vonumst til að sjá sem flesta um helgina :)

Háfellingar

SUMAR!

Frá og með morgundeginum og út ágúst verður opið hjá okkur alla daga frá 13 – 18.

Endilega kíkið í heimsókn :)

kið

Á Háafelli eru núna um 200 fullorðnar geitur og 140 kiðlingar sem taka vel á móti gestum.

Matarmarkaður Búrsins í Hörpu

Við verðum á svæðinu og geitapylsurnar eru komnar!

búrið

Síða 1 af 912345...Síðasta »
 
Loka

Heimsókn

Megum við koma í heimsókn?

Hvað er 5+6= 
Loka

Fóstur

Mig langar að taka geit í fóstur

 hvaða geit sem er
Hvað er 5+6= 
Loka

Versla

Mig langar að kaupa vörur

Hvað er 2+6= 

*Mundu að tiltaka nafn vörunnar, stærð (ef um margar stærðir er að ræða) og fjölda.

Loka

Styrkja

Hafirðu áhuga og tök á að láta smáræði af hendi rakna til búsins eða geitfjárseturs, þá eru þetta bankaupplýsingarnar. Hafðu kæra þökk fyrir! Margt smátt gerir eitt stórt. >> Geitfjársetur: Reikningsnúmer: 701-05-302959 Kennitala:520811-0950 >> Háafell: Reikingsnúmer: 0354-03-7612 Kennitala: 240561-5309 >>