Geitur hafa fylgt Íslendingum frá landnámi eins og sést á örnefnum víða um land. Um miðja 20. öld lá við að stofninn þurrkaðist út en síðan þá hefur verið reynt að viðhalda honum og er nú svo komið að íslenski geitastofninn telur 818 dýr (2011-2012) en telst enn í útrýmingarhættu.

Okkur er skylt að vernda þennan stofn. Ekki bara vegna þess að við erum skuldbundinn af alþjóðlegum samningum að vernda dýr í útrýmingarhættu heldur ætti okkur að vera það einnig ljúft að varðveita þennan hluta af okkar sögu og menningu.

Að auki búa geitur yfir verðmætum afurðum sem hægt er að vinna svo sem mjólk, þel, kjöt og skinn. Ábúendur á Háafelli í Hvítársíðu hafa ræktað geitur í meira en tvo áratugi og hýsa nú rúmlega fimmtung stofnsins.

Hér má finna upplýsingar um ræktunina og þá þekkingu sem hjónin á Háafelli hafa viðað að sér um íslensku geitina og nýtingu afurða hennar.

Alltaf er hægt að hafa samband við bændur á Háafelli á haafell@gmail.com eða í síma 845-2331.